Föstudagsfréttir af Bláakjarna

26. 01. 2018

Sælir foreldrar,

Vikan einkenndist af veikindum á Bláakjarna en flestar stúlkur voru farnar að hressast. Við höfum því verið duglegar í samveru að hugsa til þeirra stúlkna sem eru ennþá veikar og senda þeim ljósið. Allir hóparnir þrír horfðu á eldgosa mynd í stóra sal. Stefaníu hópur las um hana Bínu og breytti fataklefanum í kubbakrók. Sólrúnar hópur fór í hópatíma með drengjum og klippti út broskalla. Svövu Töru hópur hlustuðu með Stefaníu hóp á hana Bínu og teiknuðu gos myndir. Sara Bjartey var afmælisbarn dagsins og óskum við henni til hamingju með þriggja ára afmælið.

Kveðjur, Svava Tara, Stefanía, Sólrún og Þóranna.

© 2016 - Karellen