Föstudagsfréttir af bláakjarna

09. 02. 2018

Góðan dag kæru vinir. Stúlkurnar eru allar að hressast og eru flestar komnar til baka eftir veikindi. Í þessari viku bjuggum við til bolluvendi sem þær fara með heim í dag. Þar sem bolludagurinn er á mánudaginn og ætla þær að vekja ykkur þá um morguninn og fá bollu að launum. Á miðvikudaginn er öskudagurinn og mega þær koma í búningum ef þær vilja. Við ætlum að slá upp balli í stóra sal. Það verður sama fyrirkomulag og á söngfundi, vinahóparnir saman og byrjar það eftir morgunmat klukkan 9. Við óskum ykkur gleðilegrar helgar og hlökkum til að hitta ykkur hress á mánudaginn.

kveðja Stefanía, Sólrún, Svava Tara og Þóranna.

© 2016 - Karellen