Innskráning í Karellen
news

Föstudagsfréttir af bláakjarna

16. 02. 2018

Kæru foreldrar,

Í þessari viku var mikið líf og fjör enda margar uppákomur. Á mánudaginn fengu stúlkurnar bollur á sjálfan bolludaginn. Á öskudeginum voru margar skrýtnar verur á bláa kjarna þar á meðal, prinsessur, kanínur, ljón, nornir og fleira. Það var öskuball í stóra sal með vinum okkar þar sem "kötturinn" var sleginn úr tunnunni sem var full af rúsínupökkum.

Stefaníu hópur, setti niður ljót orð á blað sem þær settu svo í tætara í þeirri von að þau verði ekki notuð. Þær léku sér einnig í snjónum, máluðu pappakassa fyrir öskudaginn og léku sér inni þegar veðrið var sem verst. Sólrúnar hópur lék sér einnig úti í snjónum, brutu saman þvott fyrir kjarnan og teiknuðu myndir. Svövu Töru hópur bjó til leir, teiknuðu myndir og heimsóttu Lubba að læra stafina og hljóðin.


Góða helgi, kveðjur af bláa kjarna. Svava Tara, Stefanía, Sólrún og Þóranna.


© 2016 - Karellen