Föstudagsfréttir af bláakjarna

19. 01. 2018

Sælir allir foreldrar. Við erum kátar og glaðar í upphafi þorra. Í hádeginu í dag var boðið upp á þorramat. Grjónagraut, slátur, hangikjöt, flatkökur, sviðasultu, hákarl og harðfisk. Stúlkurnar voru mjög duglegar að smakka og taka æfingarbita. Í vikunni fóru stúlkurnar í Stefaníu hóp í heimsókn upp í Eldheima en í ár eru 45 ár frá eldgosinu. Þær lásu líka söguna um Móey og eldgosið eftir Lóu Bald. Sólrúnar hópur er búin að vera að æfa sig í að klippa og var að útbúa broskarla. Svövu Töru hópur var í numicon og fékk Lubba í heimsókn. Þessi vika er fyrsta vikan í jákvæðnilotunni og ætlum við að vera duglegar að dreyfa jákvæðni og gleði út um allt.

kveðja Sólrún, Stefanía, Svava Tara og Þóranna

© 2016 - Karellen