Föstudagsfrétt

18. 12. 2017

Góðan dag.

Síðasta vika var mjög annasöm hjá okkur. Á þriðjudaginn fórum við í heimsókn í kirkjuna. Við fórum með rútu sem er alltaf mjög spennandi og á heimleiðinni fórum við einn rúnt að skoða jólaljósin. Á föstudags morguninn vorum við svo með jólaball í stóra sal. Þetta var virkilega notaleg stund. Foreldrar Baltasar á hvítakjarna þau Leó Snær og Birna Karen sungu og spiluðu fyrir okkur jólalög og svo fengu allir smáköku í lokinn. Í hádeginu var svo jólamatur og við borðuðum smákökurnar sem við bjuggum til í síðustu viku í nónhressingunni. Síðasta vika fór svo að stórum hluta í að klára jólagjöfina til mömmu og pabba. Njótið aðventunnar kæru vinir,

kær kveðja; Marta, Guðrún Lilja, Margrét og írís Huld

© 2016 - Karellen