Föstudagsfrétt

05. 01. 2018

Góðan dag og gleðilegt nýtt ár.

Jæja, þá fer nú allt að verða eðlilegt aftur. Skólinn byrjaður og rútínan að komast í gang. Jóhanna Björk er byrjuð hjá okkur í staðin fyrir Írísi og bjóðum við hana velkomna til starfa. Við erum aðeins búin að syngja stóð ég úti í tunglsljósi og Álfadansinn svo stúlkarna geta nú örugglega sungið með á Malarvellinum í kvöld. Við fengum góðan gest í heimsókn áðan þegar hann Benedikt búálfur kíkti við á leiðinni upp á völl. Hann söng og fór í allskonar stökk og vakti mikla kátínu. Kæru foreldrar góða skemmtun um helgina. Sjáumst hress á mánudaginn.

Kær kveðja Marta, Guðrún Lilja, Margrét og Jóhanna Björk.

© 2016 - Karellen