Föstudagsfrétt

16. 01. 2018

Komið þið sæl.

Það er bara allt gott að frétta af okkur á Græna kjarna. Við viljum minna ykkur á að fara yfir hólfin og athuga hvort ekki sé örugglega nóg af hlýjum fötum; vettlingum og sokkum, það er búið að vera svolítið kalt hjá okkur undanfarið. Á föstudaginn næsta er bóndadagurinn og þá ætlum við að bjóða pöbbum og öfum til okkar í kaffi og vöfflur. Hlökkum til að sjá ykkur.

Kærleikskveðja frá okkur: Marta, Guðrún Lilja, Margrét og Jóhanna Björk.

© 2016 - Karellen