Innskráning í Karellen
news

Föstudagsfrétt

16. 02. 2018

Komið þið sæl.

Þá er viðburðaríkri viku hjá okkur lokið. 'A mánudaginn fengum við bollur í öll mál. Börnin höfðu vikuna áður föndrað bolluvendi sem þau fóru með heim. Á þriðjudaginn fengum við svo saltkjöt og baunir eins og öll íslenska þjóðin. Eldri hóparnir saumuðu sér öskupoka til að halda í hefðina og á miðvikudeginum var mikið fjör í stóra sal þar sem "kötturinn" var sleginn úr tunnunni (kassanum) og allir fengu gómsætar rúsínur. Svo var slegið upp prinsessuballi í stóra sal eftir nónhressingu og þar svifu Elsur og Önnur, Mjallhvítar og Skellibjöllur og fleiri ævintýraverur. Alltaf skemmtilegur dagur. Kæru vinir vonum að helgin verði ánægjuleg, kærleikskveðjur frá okkur, Marta, Guðrún Lilja, Margrét og Jóhanna Björk

© 2016 - Karellen