Föstudagsfrétt

02. 03. 2018

Komið þið sæl. Hlaupabólan er aldeilis búin að gera vart við sig hjá okkur þessa viku en hálf deildin þ.e. 9 stúlkur voru veikar í vikunni. 19.febrúar héldum við upp á konudaginn og buðum ömmum, mömmum, systrum og frænkum í vöfflur og var mætingin alveg frábær. Þessa viku og tvær næstu vikur verður hún Fanney Finnbogadóttir leikskólakennaranemi í vettvangsnámi hjá okkur. Við bjóðum hana velkomna til okkar og vonum að hún hafi gagn og gaman af verunni hjá okkur. Nú erum við búin að fá smá sýnishorn af vorinu og fór Mörtuhópur í göngu með vinahópnum af Rauðakjarna og fórum við með broskarla og gleðimiða sem stúlkurnar bjuggu til í hús í nágrenninu, Skemmtilegt verkefni. Við minnum svo á foreldrafundina á morgun (laugardag). Besta kveðja, Marta, Guðrún Lilja, Margrét og Jóhanna Björk.

© 2016 - Karellen