Föstudagsfrétt

27. 03. 2018

Góðan dag.

Komið þið sæl, það er allt gott að frétta af okkur. Síðustu vikur hafa m.a. farið í páskaföndur. Börnin eru orðin mjög spennt fyrir að komast í páskafrí og starfsfólkið líka. Undanfarnar vikur hefur hún Fanney verið í vettvangsnámi hjá okkur og séð um nokkra hópatíma sem hafa alveg slegið í gegn hjá stúlkunum. Eftir páska kemur ný stúlka í Mörtu hóp en það er hún Elísa Ólöf Elísdóttir og bjóðum við hana hjartanlega velkomna á Græna kjarna. Kæru vinir, við óskum ykkur innilega gleðiríkra páska og sjáumst svo hress og kát 4.apríl. Kærleikskveðjur, Marta, Guðrún Lilja, Margrét og Jóhanna Björk.

© 2016 - Karellen