news

Föstudagsfrétt

14. 12. 2018

Komið þið sæl, Það er allt gott að frétta af okkur, síðustu viku erum við búnar að vera mjög uppteknar af jólaföndri og jólagjöfinni handa mömmu og pabba. Við fórum í heimsókn í Landakirkju í vikunni og fengum hrós frá prestunum fyrir góða framkomu, fyrirmyndar stúlkur þar á ferðinni. Mörtuhópur fór í göngu niður í bæ og söng jólalög fyrir bæjarbúa, mjög flottar söngkonur þar á ferð. Næstu viku reynum við að hafa eins rólega og við getum og ef veðrið verður gott notum við dagana í útiveru. Margrét okkar er búin að vera veik þessa viku og hefur Thelma verið með hópinn hennar. Marta og Thelma fara svo í jólafrí 20.desember. Njótum aðvenntunnar með fólkinu okkar og búum til fallegar minningar. Góða helgi, kærleikskveðja, Marta, Guðrún María og Thelma.

© 2016 - Karellen