news

Föstudagsfrétt

22. 02. 2019

Góðan dag, það er allt gott að frétta af Græna kjarna. Við fengum góða heimsókn í vikunni en foreldrafélagið bauð leikskólanum upp á sýningu með leikhópnum Lottu og var henni virkilega vel tekið. Mörtuhópur fór með myndir í Þekkingarsetrið en hópur býður spenntur eftir að mjaldrarnir Lítla Hvít og Litla Grá komi til Eyja. Unnur Líf myndlistakennari verður gestakennari hjá okkur næstu sex vikur og tekur Mörtu og Margrétar hópa í 40 mínútna stundir þar sem hún vinnur með stærðfræði og listir, mjög áhugaverðir tímar. Annars erum við bara góðar eins og alltaf og minnum á konudagskaffið n.k. mánudag frá kl.15-16 og svo verða foreldrafundir laugardaginn 2. mars. Kærleikskveðjur, Marta, Margrét, Fanney og Thelma.

© 2016 - Karellen