news

Föstudagsfrétt af bláa kjarna

29. 06. 2018

Sæl,

Þema vikunnar var Ísland, íslenski fáninn, fótbolti og HÚH æfingar.

Stefaníu hópur æfði sig í að segja orð og hljóð, fóru upp í barnaskóla, fóru í gönguferð með hópnum hennar Guðrúnu Maríu, myndlist, völdu sér steina, leiruðu nafnið sitt og höfðu það rólegt í stóra sal.

Sólrúnar hópur fór út að hjóla, fóru í myndlist og klipptu form.

Svövu Töru hópur fór í tónlist að spila á trommur og finna eins hljóð, fóru á bókasafn að lesa og skoða bækur, föndruðu og æfðu sig að klippa.

Á fimmtudeginum fór allur kjarninn í leikstofu og reif niður pappír, köstuðu honum og hlustuðu á tónlist. En auðvitað endaði vikan á söngfundi. Góða helgi!

Kveðjur, Svava Tara, Stefanía, Sólrún og Þóranna.

© 2016 - Karellen