Innskráning í Karellen
news

Föstudagsfréttir

02. 10. 2018

Góðan dag.

Það er allt gott að frétta af okkur á Grænakjarna. Við nýtum góða haustveðrið og skoðum hvernig náttúran breytist. Margrétar hópur er búin að föndrum úr laufum sem þær tíndu. Guðrúnar Maríu hópur er aðeins farinn að virða fyrir sér nærumhverfið og fara í gönguferðir út fyrir lóðina og Mörtu hópur fór í göngu í Húsasmiðjuna og fengum þar haustlauka sem við ætlum að setja niður þegar vel viðrar. Við viljum benda foreldrum á að nú er allra veðra von og tímabært að koma með kuldagallan og vettlingana. Við viljum líka minna á að leikskólinn er lokaður n.k. föstudag 5.október vegna haustráðstefnu Hjalla. Besta kveðja til ykkar, Marta, Margrét, Guðrún María og Thelma.

© 2016 - Karellen