news

Föstudagsfréttir

22. 03. 2019

Komið þið sæl. Það er allt gott að frétta af Grænakjarna. Hún Guðrún Bára hefur verið nemi hjá okkur síðustu vikur og hafa stúlkurnar fengið að spreyta sig á ýmsum verkefnum hjá henni og staðið sig mjög vel. Takk kærlega fyrir samveruna Guðrún Bára, Hún Thelma okkar er að hætta og í hennar stað kemur Sigurbjörg Jóna. Við þökkum Thelmu innilega fyrir samstarfið og bjóðum Sigurbjörgu velkomna til starfa. Við erum búnar að eiga frábærar lista og stærðfræði stundir með Unni Líf og verður síðasta stundin með henni í næstu viku. Takk kærlega fyrir skemmtilega tíma Unnur Líf. Kæru foreldra vinsamlega kíkið í box stúlknanna og athugið hvort ekki þurfi að fylla á aukafötin eða skipta út, sum hafa tekið góðan vaxtarkipp síðan í haust. Kærleikskveðjur, Marta, Margrét, Fanney, Thelma og Sigurbjörg.

© 2016 - Karellen