news

Föstudagsfréttir af bláa kjarna

14. 09. 2018

Sælir foreldrar,

Stúlkurnar á bláa kjarna hafa varið vikunni í skemmtilegum hópatímum í yndislegu veðri. Elsti hópur var úti í hlutverkaleik, sungu, sögðu sögur, fóru í myndlist, göngutúr, voru að smíða, léku sér úti og fóru á bókasafnið.

Mið hópur æfðu sig að vera á biðplássi, léku sér úti, máluðu myndir, lærðu stafina og hljóðin með Lubba og fóru í fyrirmæla leik úti.

Yngsti hópurinn, fundu til leikskólamöppur, fóru út að leika, gönguferð í bæinn og léku sér við strákana á rauða kjarna.

Góða helgi, kveðjur Svava Tara, Sólrún, Hugrún og Þóranna.

© 2016 - Karellen