Innskráning í Karellen
news

Mörtu hópur

14. 11. 2017

Sæl verið þið. Það kom fyrirspurn í foreldraviðtölunum um daginn hvernig hópatímaplanið væri hjá mér. Hópatímarnir byrja kl. 9.00. Skipulagið hjá mér er þannig að ég fer oftast út með stúlkurnar á mánudögum við erum þá ýmist í garðinum eða skreppum í smá göngutúr. Á fimmtudögum hittum við vini okkar á Rauðakjarna og erum með þeim. Við förum oftast í leiki á útisvæðinu, fyrirmælagöngur eða í heimsókn í Bókasafn Vestmannaeyja. Aðra daga erum við inni og þá förum við í málörvun, numicon, föndur og fleira. Á föstudögum eru svo söngfundir á sal á þessum tíma og erum við ýmist kl. 9:10-9:25 eða 9:30 - 9:50. Við erum á sama tíma í einn mánuð, Ef þið hafið einhverjar spurningar þá endilega spyrjið mig. Besta kveðja, Marta.

© 2016 - Karellen