news

Föstudagsfrétt

22. 09. 2017

Komið sæl kæru lesendur

Síðasta föstudag var Hjallaráðstefna fyrir starfsfólk Sóla. Þar fengu Sóla kennarar fullt af fróðleik sem og nýjum aðferðum sem mun nýtast vel í það frábæra starf sem fer fram á leikskólanum.
Það hefur rignt mikið í þessari viku og eru strákarnir á Rauða kjarna sáttir við það, mikið hægt að drullumalla :)
Á söngfundi í dag var stóri hópur (Ingibjargar hópur) með atriði ásamt stúlkunum sínum á græna kjarna og sungu fyrir alla hina lagið "Í skóla er gaman". Stóðu þau sig með prýði, vel gert!

Eigið góða helgi kæru foreldrar
Bestu kveðjur
Rauði Kjarni :)

© 2016 - Karellen