news

Október

28. 10. 2016

Sæl kæru foreldrar og forráðamenn

Nú er vel liðið á haustönnina og það virðirst vera sem haustið sé búið og vetur konungur mættur, þá er gott að allir drengir séu komnir með vetrarfötin sín og hlýja vettlinga og sokka. Einnig er gott að kíkja í boxið og fylla á það.

Drengirnir okkar eru orðinir ansi flottir daglegu starfi. Strákarnir í Siggu eru búnir að vera duglegir að æfa valið og vera á valfundum og gefa eldri drengjunum ekkert eftir í vali á leikstofu eða kubbakrók, sem eru vinsælustu valsvæðin innandyra.

Leikur að læra starfið okkar hefur farið vel af stað og allir hópstjórar eru með hópatíma 2 sinnum í viku sem fer eftir þeirri hugmyndafræði. Foreldraverkefnin hafa engu að síður farið vel af stað og þökkum við ykkur kærlega fyrir góða þáttöku og vonum að þið hafið eins gaman af og börnin. Við munum halda áfram að hafa alltaf verkefni á þriðjudögum og fimmtudögum.

Það hafa verið ýmis skemmtileg verkefni sem hafa komið upp í tilefni af hrekkjavöku skárum við út grasker í gær og höfðum kveikt á þeim á söngfundi í dag. Það vakti mikla lukku.

Fyrir stuttu fengum við lítinn hákarl í heimsókn frá einum pabbanum og það var heldur betur spennandi að fá að koma við hann og skoða.

Við minnum á nýju síðuna okkar soli.hjalli.is þar geti þið skoðað fréttir og matseðil vikunnar. Ef þið eruð ekki komin með Karellen appið í símann þá geti þið skráð ykkur inn á Karellen í gegnum heimasíðuna okkar og skoðað myndir af börnunum ykkar þar. Ef ykkur vantar aðstoð við innskráningu þá endilega sendið mér póst eða talið við mig.

Eigið frábæra helgi, kveðja af Rauða kjarna

Hildur Dögg, Ingibjörg, Sigga, Árný og Karen


© 2016 - Karellen