Innskráning í Karellen
news

Benedikt búálfur í heimsókn

14. 06. 2022

Sumarhátíð foreldrafélagsins átti að vera í gær en vegna þess hve mikil rigning var þá ákváðum við í sameiningu að fresta hátíðinni. Benedikt búálfur var hins vegar á leiðinni alla leið frá Akureyri og því var ákveðið að hann yrði inni sal seinnipartinn.

Það var mikil spenna að fá að sjá og hitta búálfinn og sló hann í gegn, þá sérstaklega hjá þeim eldri sem augljóslega hafa hlustað á lögin hans einu sinni eða tvisvar áður.

Við þökkum foreldrafélaginu innilega fyrir þessa frábæru uppákomu og hlökkum til sumarhátíðarinnar.


© 2016 - Karellen