Innskráning í Karellen
news

Hjallastefnan í 10 ár á Sóla

07. 09. 2022

Á morgun fimmtudag ætlum við á Sóla að fagna því að 10 ár eru liðin frá því að Hjallastefnan tók við rekstri leikskólans.

Kennarar og börn ætla að ganga frá leikskólanum niður á Bárugötu þar sem við ætlum að syngja afmælissönginn í tilefni dagsins. Börnin munu síðan fá Karnival stemmingu í leikskólanum þar sem slegið verður upp góðri veislu með leikjum, grilli og söng eins og okkur einum er lagið. Við hlökkum til að halda áfram okkar frábæra samstarfii við Hjallastefnuna og höldum ótrauð áfram.

Með virðingu og vinsemd kennarar og börn á Sóla.

© 2016 - Karellen