news

Hreinskiptni ❤️

26. 01. 2022

Við erum nú á annarri viku í jákvæðnilotu kynjanámskrárinnar, lotulykill þessarar viku er hreinskiptni. Við viljum kenna börnum að koma óskum sínum skýrt á framfæri og það þarf að gera með því að aðstoða þau við að velja orð og athafnir. "Hættu að pota í mig kæra vinkona" í stað þess að stúlka noti nöldur eða væl við kennara.

Á þessari jákvæðu og gleðilegu mynd af nokkrum stúlkum á Grænakjarna má sjá jákvæðnivinnu gærdagsins. Stúlkurnar leggja til dæmis til að við veljum með gleðisvip, sem við fullorðnafólkið gætum líka gert í því óendanlega vali sem við stöndum oft frammi fyrir í lífinu. Vera vinalegar, að vera góðar við einhvert annað, að vera með sól í hjarta og að vera góðar við Guð. Þetta leggja þessar frábæru stúlkur til við okkur. Ég hvet ykkur til að kíkja við á ganginum við Græna því þær ætla sér næstu daga að bæta við geislum á sólina.


© 2016 - Karellen