Innskráning í Karellen
news

Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar ❤️

22. 05. 2023

Í síðustu viku fengu tveir kennarar á Sóla Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Vestmannaeyja. Þetta eru þær Marta Jónsdóttir og Guðrún Lilja Friðgeirsdóttir.

Marta fékk verðlaun fyrir tónlistarstarf í leikskólanum en hún hefur frá því í júní 2012 haldið utan um söngfundi fyrir alla kjarna leikskólans á föstudögum, boðið foreldrum á söngfundi tvisvar á skólaárinu og þegar Covid var sem skæðast sendi hún út söngfundi rafrænt.

Guðrún Lilja fékk verðlaun fyrir að vinna með lýðræði í leikskóla en það var lokaverkefni hennar í HÍ fyrir MT gráðu í leikskólakennarafræðum. Hún hélt gott fræðsluerindi fyrir starfsfólk leikskólans sem mikil ánægja var með.

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með Hvatningarverðlaunin sín ❤️© 2016 - Karellen