Innskráning í Karellen
news

Jákvæðnilotan ❤️

19. 01. 2022

Ef einhverntíman hefur verið þörf fyrir jákvæðnilotu þá er það núna í þessu undarlega ástandi. Jákvæðnilotan táknar nýtt upphaf og er frábær til að slá jákvæðan takt inn í skólastarf vorannarinnar. Lotulyklarnir sem við vinnum með eru ákveðni, hreinskiptni, bjartsýni og gleði. Í jákvæðnilotunni vinnum við með jákvæð orð og setningar þar sem gleðisöngvar og hreyfing er í hávegum höfð.

Við vinnum með bjartsýni og þjálfum börnin til að setja sjálfum sér mörk og æfum hreinskiptni. Þetta er lotan þar sem við vinnum gegn fýlu og þögn sem vopni og æfum okkur sjálf og kennum börnunum að koma óskum sínum skýrt á framfæri, bregðast hratt við, heiðarlega og elskulega.

Þetta er lotan sem gleði og kæti eru mikilvægust og við hvetjum kennara að sleppa af sér beislinu þar sem við setjum hefðbundin leikskólaverkefni í nýjan búning - dönsum uppá borðum og málum með tánum eða úti.

Í jákvæðniiðkuninni felst geðræktarstarf Hjallastefnunnar, orðræðan okkar er “ekki segja ekki” og lotunni er ætlað að vinna gegnnöldri, klagi og bjargarleysi

© 2016 - Karellen