Allir dagar eru gleðidagar á Sóla með hugrökku, kláru og kurteisu börnunum okkar þar. Við höfum nú tekið öll börn inn sem munu stunda nám hjá okkur þetta skólaárið og erum við einstaklega heppin með þennan hóp.
Á föstudaginn var fyrsti dagur hjá yngstu stúlkunum okkar þar sem þær voru mættar í morgunmat og fóru ekki heim fyrr en eftir lúrinn sinn, þetta eru algjörar hetjur. Margar farnar að treysta okkur og jafnvel sýna okkur smá bros.
En við höldum áfram með skipulagið okkar og sendum ykkur hér viku 3 í áætluninni sem og minnum á lotulykil 3 í agalotu sem er kurteisi. Þegar við kennum þessa lotu er hollt og gott fyrir okkur fullorðna fólkið að minna okkur á gildi þessara orða sem við leggjum inn hjá börnum, þess vegna hvetjum við ykkur kæru foreldrar að huga að því hvernig kurteisi birtist í ykkar lífi. ❤️