Innskráning í Karellen
news

Nýtt ár og sumarið ❤️

05. 01. 2022

Gleðilegt nýtt ár kæru Sólafjölskyldur.

Þrátt fyrir allt og allt þá höldum við kát og glöð inn í nýtt ár. Fyrstu tvær vikurnar á nýju ári notum við til að koma okkur í röð, reglu og rútínu því þar líður okkur best. Það má því segja að við séum með míní útgáfu að agalotunni í gangi. Þann 14. janúar hefst 4. lotan í kynjanámskránni en sú lota ber heitið Jákvæðni, við segjum betur frá henni síðar.

Niðurstaða fræðsluráðs varðandi sumarfríið næsta sumar er að leikskólarnir í Vestmannaeyjum verða lokaðir frá fimmtudeginum 14.júlí til mánudagsins 15.ágúst og opnum við þá kl. 10:00. Meðfylgjandi er linkur á fundargerð fræðsluráðs.

© 2016 - Karellen