Innskráning í Karellen
news

Ragnar Óskarsson kom færandi hendi fyrir hönd Sögusetursins 1627 með tvö eintök af bókinni Á heimaslóð

10. 11. 2022

Í bókinni eru nótur við 14 lög eftir vestmannaeyska tónskáldið og hljómlistamanninn Alferð Washington Þórðarson (1912-1994), sum við ljóð eftir ýmsa vestmannaeyska höfunda en önnur án texta. Við munum án efa miðla efni bókarinnar til nemenda okkar.

Við þökkum Sögusetrinu 1627 fyrir gjöfina.

© 2016 - Karellen