Innskráning í Karellen
news

Ratleikur í Sagnheimum

24. 11. 2021

Í kjölfar safnahelgar sem haldin var hér í Eyjum langaði okkur á Sóla að kynnast söfnunum okkar betur og Hanna sem er verkefnastjóri Safnahúss bauð elstu hópunum að koma í léttan og skemmtilegan ratleik í Sagnheimum.

Stúlkurnar á Græna kjarna fóru saman og Guli og Rauði fóru í sitthvorum hópnum. Krakkarnir skemmtu sér vel Hanna gat sagt þeim fullt af sögum um Vestmannaeyjar. Við erum þakklát fyrir að vera í góðu sambandi við nærumhverfið okkar og einnig hvað allir eru tilbúnir að gera allt fyrir okkur. Það er ómetanlegt, takk fyrir okkur Hanna.

,


© 2016 - Karellen