Innskráning í Karellen
news

Sólafjölskyldur ❤️

15. 02. 2022

Í morgun sendi skólastýran á Sóla beiðni inn í foreldrahópinn um aðstoð í eldhúsið því báðar matseljurnar eru með Covid. Það tók ekki langan tíma að fá fyrsta boð en Þorsteinn Ívar mætti galvaskur og eldað dýrindis fisk handa okkur í hádeginu. Takk elsku Þorsteinn Ívar fyrir aðstoðina.

Á morgun ætlar afi Svenni svo að mæta og elda hakk og spaghetti fyrir okkur, takk elsku Svenni.

Covid er að fara frekar illa með okkur á Sóla þessa dagana en vonandi fer að sjá fyrir endann á þessu ástandi.

Næsta mánudag 21.febrúar er starfsdagur hjá okkur á Sóla, þá ætlum við meðal annars að sitja námskeið um streitu og leiðir til að takast á við hana, einnig ætlum við að undirbúa næstu lotu í kynjanámskránni en hún ber heitið Vináttulota.

© 2016 - Karellen