Innskráning í Karellen
news

Þjóðleikhúsið í heimsókn í Vestmannaeyjum ❤️

27. 09. 2023

Í síðustu viku bauð Þjóðleikhúsið elstu börnunum okkar í leikhúsið hér í eyjum. Leiksýningin heitir Ég get, vanalega er aðeins elsta árgangnum í leikskólanum boðið en þar sem nægt rými er í leikhúsinu hér var okkur boðið með árgang 2019. Í 16 ár hefur Þjóðleikhúsið boðið leikskólabörnum til sín en þetta er í fyrsta sinn sem við munum eftir að þau hafi komið til okkar.

Ég get er ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar. Þar kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt. Ég get er hrífandi og falleg sýning fyrir börn sem eru að læra á heiminn, og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna á sínum tíma.

Það má með sanni segja að börnin okkar höfðu mjög gaman að þessari sýningu.

© 2016 - Karellen