news

Föstudagsfrétt

06. 09. 2019

Sæl og blessuð!

Á græna kjarna hefur verið nóg um að vera eftir sumarfrí. Ingibjörg kom af hvíta kjarna með allar stúlkurnar sínar og hefur aðlögun þeirra yfir á græna gengið ótrúlega vel. Einnig komu tvær nýjar stúlkur í yngsta hóp til Ingibjargar og er aðlögun þeirra inn á Sóla lokið og gekk það mjög vel.

Stúlkurnar í Margrétar hóp fóru með lundapysju sem fannst fyrir utan Sóla í pysjueftirlitið og fóru þær svo saman og slepptu henni. Í tilefni lundapysjutímans hefur þemað inn á kjarna verið mikið um lundapysjur og hafa allar stúlkurnar nóg að segja frá pysjunum sem þær eru með heima.

Þessa vikuna er agalotan í gangi.

Góða helgi!

Margrét, Fanney, Ingibjörg og Sigurbjörg Jóna

© 2016 - Karellen