Innskráning í Karellen
news

Föstudagsfrétt af græna kjarna

18. 10. 2019

Á græna kjarna gengur allt sinn vanagang. Nú erum við í Sjálfstæðislotunni og er lotulykill þessara viku er sjálfstraust.

Þar sem farið er að kólna í veðri og spáð er bláum tölum í næstu viku viljum við biðja foreldra um að kíkja í hólfin og taka með hlýrri fatnað.
Í hólfunum þarf að vera úlpa, vettlingar (helst nokkur pör), húfa, snjógalli/snjóbuxur, hlý peysa, kuldaskór, ullarsokkar, stígvél og pollaföt.
Einnig er æskilegt að fylgjast vel með aukafatakassanum en í honum á að vera að minnsta kosti 2 leikskólabolir, 2 leikskólabuxur, 2 nærbolir eða samfellur, 2 nærbuxur og 2 pör af sokkum. Ef verið er að venja börn af bleyju er gott að hafa meira af nærbuxum og buxum.
Munið að merkja öll föt svo þau skili sér nú! :)

Góða helgi!
Margrét, Fanney, Ingibjörg og Sigurbjörg Jóna

© 2016 - Karellen