Innskráning í Karellen
news

Föstudagsfrétt af Gula kjarna

06. 09. 2019

Hæhæ kæru foreldrar,
Við á Gula kjarna höfum verið að vinna í því að kjarna okkur og umhverfi okkar síðan leikskólinn byrjaði aftur eftir sumarfrí en nú er í gangi Agalota sem snýst aðallega um það að halda okkur í röð, reglu og rútínu. Við höfum því verið mikið í fyrirmælaæfingum með drengjunum okkar ásamt ýmsum verkefnum sem þjálfa okkur í röð, reglu og rútínu.

Við viljum gjarnan biðja foreldra að fara yfir föt barnanna og gæta þess að öll útiföt séu til staðar sem fyrst þar sem haustlægðirnar fara að banka hjá okkur og viljum við því vera vel búin til útiverunnar á leikskólanum. Við settum lista yfir æskilegan útifatnað eftir árstíðum á vegginn við útidyrahurðina okkar. Þá er einnig gott að skoða fötin í aukaboxunum og sjá hvort börnin eru með nóg af skólafötum ef þau þyrftu að skipta um föt.

Við fengum 4 drengi af hvíta kjarna með Stefaníu inn á Gula kjarna og byrjuðu tveir nýjir drengir á leikskólanum hjá okkur. Hópaskiptingin er því þannig að Stefanía er með litla hóp sem eru 5 drengir fæddir 2017, Thelma Ósk er með mið hóp sem eru 6 drengir fæddir 2016 og Guðrún Helga er með stóra hóp sem eru 7 drengir fæddir 2015. Guðrún Bára er byrjuð hjá okkur í skilastöðu og við bjóðum hana hjartanlega velkomna til okkar.

Við hlökkum til komandi skólaárs með ykkur kæru vinir
Kveðja, Guðrún Helga, Thelma Ósk, Stefanía og Guðrún Bára
© 2016 - Karellen