Innskráning í Karellen
news

Föstudagsfrétt af Gula kjarna

27. 09. 2019

Hæhæ kæru vinir og gleðilegan föstudag.
Þessi vika hefur verið svolítið fámennt en veikindi hafa verið að banka uppá hjá drengjunum okkar á gulakjarna og hefur því verið fámennt á kjarnanum okkar.
Við höfum verið að snúast í ýmsum verkefnum í þessari viku og má þá nefna Orðagull verkefni, göngutúrar, þrautabrautir, útileikur og fleira skemmtilegt. Í næstu viku hefst svo Sjálfstæðislotan okkar en þá munum við til dæmis æfa mistök og hvetjum við ykkur til þess heima líka. Þá er til dæmis hægt að hella niður úr glasinu sínu við matarborðið eða jafnvel missa eitthvað í gólfið.

Góða helgi, kveðja stelpurnar á Gula kjarna

Guðrún Helga, Thelma Ósk, Stefanía og Guðrún Bára

© 2016 - Karellen