Innskráning í Karellen
news

fréttir á bláa kjarna í janúar

12. 01. 2018

Sæl öll

Þessi vika er búin að vera nokkuð góð, við á bláa kjarna byrjuðum á að þrífa kjarnann okkar eftir að við vorum búin að taka niður jóladótið. Röð, regla og rútína voru rifjuð upp og auðvitað gerðum við margt skemmtilegt t.d. fórum út að hjóla, hlutverkaleik, málörvun Lubbi finnur málbein,numicon,myndlist og göngutúr. Við viljum minna foreldra á að hafa hlífðarföt t.d. peysur, sokka og hlýjar buxur og auka föt í boxinu.

Takk fyrir okkur og góða helgi kveðja Sólrún, Steanía, Svava Tara og Þóranna.

© 2016 - Karellen