Innskráning í Karellen
news

Föstudagsfréttir af Hvítakjarna

17. 10. 2019

Sæl og blessuð

Nú er enn og aftur að koma helgi. Við erum búin að eiga góða viku á Hvítakjarna. Við vorum mikið inni fyrri part vikunnar sökum veðurs en vorum dugleg að brjóta upp daginn með leik í stóra sal. Gaman er að sjá hvað allir eru að verða öruggir í leikskólanum og ríkir mikil gleði í hópnum. Marta er dugleg að spila fyrir okkur á gítarinn og þykir okkur það mjög skemmtilegt.

Hér eru smá yfirlit yfir þau lög sem við erum hvað mest að syngja:

  • Afi minn og amma mín (Ferskeytlur)

  • Allir krakkar

  • Ég er að klappa

  • Höfuð, herðar, hné og tær

  • Ljónið

  • Uglan

  • Upp´á grænum grænum

  • Þumalfingur

  • Þrisvar sinnum smell

  • Fimm litlir apar

Texta flestra þessara laga má finna í söngbók Hjallastefnunnar og á vefnum börn og tónlist.

Kærleikskveðja

Júlía, Auður, Marta, Sólrún og Inga Birna.

© 2016 - Karellen