news

Fjörugar vikur í febrúar

26. 02. 2020

Það er aldeilis búið að vera fjörugir dagar hjá okkur á Sóla.

Í síðustu viku var leikhópurinn Lotta með sýningu fyrir okkur í boði okkar frábæra foreldrafélags og skemmtu krakkar og ekki síður kennarar sér konunglega. Tóku þau létta kynningu á nokkrum þeim persónum sem búa í Ævintýraskóginum.

Á bolludag var svo boðið í konudagskaffi og að sjálfsögðu var boðið upp á bollur og með því. Það var frábær mæting að vana og þökkum við kærlega fyrir komuna öllum mömmum, ömmum, systrum, frænkum og vinkonum.

Í dag öskudag var síðan mikið partý, en þá hittust vinakjarnarnir inn í stóra sal þar sem setið var saman í hring og kötturinn sleginn úr tunnunni. Voru þau mikið hissa þegar það komu rúsínur en enginn köttur.

© 2016 - Karellen