news

Gleðilegt nýtt ár

04. 01. 2019

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með ykkur og ykkar dýrmætu börnum. Megi komandi ár vera fullt af gleðilegum samverustundum og hamingjuríkum dögum.

Nú með nýju ári þá kemur ný lota, sú fjórða í röðinni og það er jákvæðnilotan. Hér er nýtt ár boðið velkomið og tækifærið notað til að slá jákvæðan takt í skólastarf vorannarinnar. Lykilhugtök eða lotulyklar eins og við kjósum að kalla það eru ákveðni, hreinskiptni, bjartsýni og gleði. Í þessari lotu er gleðin æfð með öllum tiltækum ráðum þar sem söngur og hreyfing er lykilatriði. Samhliða jákvæðni þjálfuninni æfum við börnin að setja sér mörk og hvernig við látum aðra vita af mörkum okkar, þjálfa hreinskiptni okkar. Við æfum okkur að koma óskum okkar skýrt á framfæri og hætta að nota fýlu og þögn sem vopni til að koma sínu á framfæri.

© 2016 - Karellen