Innskráning í Karellen
news

Jólaball, jólamatur, jólagleði

13. 12. 2018

Dagurinn í dag er búin að vera dásamlegur í alla staði. Byrjaði eins og alla aðra daga, börnin mættu í skólafötunum sínum, borðuðu morgunmat og fóru í val. Á meðan var salurinn skreyttur hátt og lágt með jólaseríum og skrauti, jólatré sett upp og skreytt. Eftir val hittust vinakjarnar inn í sal og héldu jólaball. Leó Snær var mættur með gítarinn og hélt uppi fjörinu og það var gengið hring eftir hring, kringum jólatréð og sungið með. Gleðin skein úr hverju andliti og ballið endaði á að setið var í hring og allir fengu íspinna. Við þökkum Leó Snæ kærlega fyrir frábært foreldraframlag.

Í hádeginu var svo London lamb og meðlæti og í nónhressingunni verða smákökur sem þau bökuðu sjálf í gær. Vel heppnaður dagur í alla staði.

Í hádeginu í gær fóru vinahóparnir, Siggu hópur af Rauða kjarna og Mörtu hópur af Græna kjarna saman niður í bæ til að dreifa smá jólagleði með brosum og söng. Farið var í Íslandsbanka, Smart, Landsbankann og Eymundson þar sem börnin sungu uppáhalds jólalögin sín. Einnig var komið við hjá afa Sæla og ömmu Sigrúnu og sungið fyrir þau. Sæli var svo glaður með sönginn að farið var út í skúr og náð í efnivið fyrir smíðakrók til að gefa okkur.

Okkar framlag til að dreifa gleði í amstri jólanna.

© 2016 - Karellen