Innskráning í Karellen
news

Kvennaverkfall, Sóli lokar ❤️

23. 10. 2023

Fjölmörg samtök kvenna, kynsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf. Ljóst er að veruleg röskun verður á öllu samfélaginu þennan dag og gera má ráð fyrir að áhrifin verði mikil í leikskólum, barnaskólum og frístund Hjallastefnunnar þar sem stærsti hluti starfsfólksins þar eru konur eða kvár.

Ein af grunnstoðum Hjallastefnunnar er jafnrétti og styður Hjallastefnan heilshugar jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks og leitar því til forráðafólks að sýna þessari baráttu skilning.

Í leikskólanum Sóla starfa bara konur og þær ætla að taka þátt í verkfallinu og því er skólinn lokaður 24. október 2024. Á Háaloftinu í Höllinni er búið að boða til samstöðufundar kl. 14:00 þar sem horft verður á streymi frá Arnarhóli, við munum leggja baráttunni lið með von um að komandi kynslóðir muni ekki búa við kynbundið launamisrétti og ofbeldi.

© 2016 - Karellen