news

Lota í stærðfræði og listum

19. 02. 2019

Á mánudaginn hófum við lotu í stærðfræði og listum og fara mið- og stóru hópar í 6 skipti hver. Unnur Líf sem er myndmenntarkennari mun hafa yfirumsjón með kennslunni og fer hver hópur með sínum hópstjóra og hittir Unni Líf í Listasmiðjunni okkar. Unnur Líf er að útskrifast núna á laugardaginn sem grunnskólakennari og var lokaritgerðin hennar einmitt um skapandi námsumhverfi fyrir nemendur 21 aldar þar sem stærðfræði og myndmennt eru samþætt fyrir yngsta stig grunnskóla.

Við erum mjög spennt að sjá hvernig gengur að samtvinna þetta tvennt og vonandi mun þetta nýtast okkur kennurunum eins og nemendunum.


© 2016 - Karellen