news

Matarstefna Hjallastefnunnar er heilsustefna

22. 02. 2019

Hjá Hjallastefnunni bjóðum við upp á fjölbreytt og hollt fæði sem mætir orkuþörfum barnanna. Við leitumst við að nota hreinar og ferskar matvörur sem búnar eru til frá grunni.

Í byrjun febrúar var haldin kokkamessu fyrir alla matráða Hjallastefnunnar, þangað fóru þær Jóhanna Inga og Elín Þóra. Markmiðið var að kynna leiðir til að auka fjölbreytni og hollustu í valkostum í morgunverði og millimáli.

Heilsumarkþjálfarnir Margrét Leifs og Oddrún stjórnuðu messunni sem tókst frábærlega.

Á Sóla er búið að prufa ýmislegt af því sem kennt var á námskeiðinu, m.a. avókadó skál, sólskinsdrykk, hrökkbrauð og síðast en ekki síst súkkulaðisósuna (bananar, kókosmjólk og kakó) með ávaxtabakkanum í afmælisveisluna.


© 2016 - Karellen