news

Samskiptalota

31. 10. 2018

Í næstu viku er að hefjast ný lota sem heitir samskiptalota, þar er lagt áherslu á umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni og samstaða. Þessi lota er í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar, því hér er fjallað um samskipti í sinni víðustu mynd, nemendum kennt að virða landamæri annarra og standa saman um jákvæða framkomu og jákvæða hegðun. Í þessari lotu eru samvinnuverkefni af ýmsu tagi efst á baugi, tveir og fleiri saman í verkefnum, samvinna í kynjablöndun og samvinna milli eldri og yngri hópa. Vinna að verkefnum sem ýta undir samstöðu og samkennd kjarna eða skóla og skapa jákvætt hópstolt. Þessa dagana hafa einmitt nokkrir af elstu hópunum farið að stað í verkefnið Jól í skókassa og eru að safna í jólagjöf sem verður send til Úkraínu til bágstaddra barna.

Fyrir þá sem vilja æfa sig á sönglögunum sem við erum að syngja þá er söngbók Hjallastefnunnar komin inn á síðuna okkar undir flipanum skólastarfið

© 2016 - Karellen