Innskráning í Karellen
news

Upphafsdagar í leikskólanum árið 2024 ❤️

04. 01. 2024

Eins gott og það er að komast í frí þá er alltaf gott og gaman að snúa aftur til leiks og starfa. Hver elskar ekki röð, reglu og rútínu? Hún er alla vega mantran okkar hér á Sóla.

Þann 2. janúar var starfsdagur hjá okkur þar sem við tókum skyndihjálparnámskeið Rauðakrossins, kennari þar var Egill Gústafsson. Einnig lögðum við línurnar fyrir komandi vikur en við ákváðum að seinka Jákvæðnilotunni okkar um rúmar 2 vikur og rifja upp Agalotuna áður en lengra er haldið en hún er alltaf undirstaðan í öllu hjá okkur.

Jákvæðnilotan, jóga- og tónlistarkennsla og kennsla eftir áætlun okkar um snemmbæran stuðning byrjar þann 22.janúar 2024 og þá byrjum við aftur að deila með ykkur upplýsingum um áherslur í hverri viku fyrir sig.

Meðfylgjandi er skipulag fyrir söngfundi fram til 1.mars.

© 2016 - Karellen