Innskráning í Karellen
news

Föstudagsfréttir

29. 09. 2017

Sælir kæru foreldrar. Haustið hefur farið vel af stað. Aðlögunin gekk mjög vel. Það urðu ekki miklar breytingar hjá okkur. Freyja og Ólöf fluttu frá Vestmannaeyjum og komu tvær nýjar stúlkur til okkar í staðinn. Sólrún og Stefanía halda áfram með sína hópa og Adda Dís verður með yngsta hópinn. Þóranna verður í skilastöðu hjá okkur og kemur hún inn klukkan 13 og leysir okkur hinar af.

Vikan hjá okkur er búin að vera mjög viðburðarík. Það er búin að vera viðburðarrík vika hjá stúlkunum í Stefaníu hóp í vikunni. Þær fóru m.a í heimsókn á lögreglustöðina ásamt stúlkunum hennar Guðrúnar Lilju á græna kjarna. Þrifu gluggana, bjuggu til kókoskúlur, hlustuðu á sögur. Á miðvikudaginn var haldið upp á afmælið hjá Rakel Líf. Sólrúnar stúlkur eru búnar að fara í göngutúra í vikunni, á bókasafnið og á róló. Hildur leysti Sólrúnu af á meðan hún skrapp aðeins í sólina á Tenerife. Hún er komin heim og urðu stúlkurnar mjög glaðar að fá hana aftur. Öddu Dísar stúlkur fóru í göngutúr og gékk það mjög vel. Hlökkum til næstu viku og góða helgi kveðja Stefanía, Sólrún, Adda Dís, Þóranna og Hildur.

© 2016 - Karellen