news

Föstudagsfréttir á bláa kjarna

09. 09. 2018

Sælir foreldrar

Stúlkurnar á bláa kjarna eru nú að byrja aftur í hópastarfi eftir gott sumarfrí. Agalotan er nú í fullu gangi og gengur hún bara nokkuð vel hjá öllu hópunum. Hóparnir eru stórihópur og er Sólrún hópstjóri, Svava Tara með miðhóp og Hugrún með litllahóp.Margt var gert í þessari viku t.d stúlkurnar þrifu kjarnann sinn, fóru í myndlist, úti þrautabraut, málörvun,teikna mömmu og pabba, læra hvað dýrin borða, gönguferð og svo var haldið uppá afmælið hennar Önnu Guðnýar sem var 2 ára.Við á bláa kjarna viljum minna foreldra á að fylla á boxin fyrir aukafötin og nú er að fara kólna í veðri þá er gott að hafa hlý föt í hólfunum. Takk fyrir okkur kveðja Sólrún, Svava Tara, Hugrún og Þóranna.

© 2016 - Karellen