Föstudagsfrétt

22. 12. 2017

Komið þið sæll.

þá er þessi síðasta vika fyrir jól liðin og allir komnir í lanþráð jólafrí. Stúkurnar hafa verið að föndra og rólegheitin höfð í hávegum. Guðrúnar Lilju hópur í bæinn í dag og söng fyrir verslunareigendur, ótrúlega hugrakkar og flinkar stúlkur. Við stelpurnar á Græna kjarna óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að allir hafi það gott um hátíðarnar. Hún Aleksandra okkar í Margrétar hóp kvaddi í dag en hún er að flytja upp á land. Óskum við henni góðs gengis á nýjum stað. Marta verður í fríi á milli jóla og nýárs og hún Íris Huld er að hætta hjá okkur um áramótin, við þökkum henni innilega fyrir samstarfið. Jóhanna Björk kemur svo í hennar stað eftir áramótin og bjóðum við hana velkomna á Grænakjarna. En og aftur gleðileg jól kæru vinir. Jólakveðja, Marta, Guðrún Lilja, Margrét og Íris Huld

© 2016 - Karellen