Kjarnafréttir

02. 02. 2018

Góðan dag. Það bara allt gott að frétta af okkur. Við erum svo lánsamar að lítið hefur verið um veikindi á okkar kjarna. Veðrið er aðeins að stríða okkur og er útivist ekki alltaf í boði en þá bjóðum við upp á inni/útival sem er mjög spennadi. Þá setjum við upp 4-5 stöðvar ( allskonar kubbar) og börnin blandast þar í 4 barna hópum. Kæru foreldrar vinsamlega kíkið í boxið hjá börnunum, við höfum tekið eftir því að sumir hafa stækkað töluvert síðan sett var í boxin í haust :-) Við erum að klára gleðivikuna og ætluðu flestir hópar að fara með broskarlamiða með fallegum orðum í hús, en því miður hefur hálkan spillt fyrir okkur en þá reynum við bara eftir helgi. Kærleikskveðjur til ykkar; Marta, Guðrún Lilja, Margrét og Jóhanna Björk.

© 2016 - Karellen