Innskráning í Karellen
      • Upplýsingar til foreldra og þjónustuaðila um farsæld barna
Farsæld barna eða samþætting þjónustu í þágu farsældar barna eru lög sem öll
sveitarfélög, stofnanir og þjónustuveitendur sem vinna með börnum og ungmennum á
landinu fara eftir. Lögin (https://www.althingi.is/lagas/nuna/2021086.html) eru gjarnan
kölluð farsældarlög og er markmið þeirra að bæta enn frekar þjónustu við börn og
fjölskyldur með því að stuðla að samvinnu og samstarfi þjónustuveitenda barna og
fjölskyldna. Með því að tengja þjónustuna saman og vinna í sameiningu að farsæld
barna (að samþætta þjónustuna) verður auðveldara fyrir börn og foreldra að fá aðstoð
við hæfi.
Nálgast má nánari upplýsingar á vef Farsældar barna
(https://www.farsaeldbarna.is/is/farsaeldarlogin), einnig eru þar skýringar á hugtökum
(https://www.farsaeldbarna.is/is/skyringar-og-hugto...)
Á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar má einnig finna upplýsingar um farsæld barna Nánari
upplýsingar má finna inn á vef Vestmannaeyjabæjar
https://www.vestmannaeyjar.is/thjonusta/born-og-menntun/samthaetting-thjonustu-i-thagu-
farsaeldar-barna/samthaetting-thjonustu-i-thagu-farsaeldar-barna
Tengiliður farsældar á Sóla er Hrefna Jónsdóttir sérkennslustýra

tölvupóstfang: hrefnajons@hjalli.is


© 2016 - Karellen