Innskráning í Karellen
news

Tónlistarsmiðja ❤️

19. 04. 2024

Á mánudaginn fáum við tvo gestakennara til okkar en þær eru mæðgur og heita Hildur Guðný og Kristjana Guðný. Hildur Guðný vinnur mjög mikið í verkefnum tengdum sköpunarþætti tónlistarkennslu og er einn af frumkvöðlum þess háttar kennslu á Íslandi. Hún starfar sjálfstætt við skapandi tónlistarkennslu á öllum skólastigum og hefur oft tekið að sér kennslu í Hjallastefnuskólum. Hildur vinnur einnig með hópefli í skólum og fyrirtækjum þar sem hún hristir saman hópa af öllum aldri, stærðum og gerðum með hrynþjálfun, trommuslætti, söng og dansi.

Við væntum þess að kennararnir og börn á Sóla læri ýmsilegt nýtt af þeim mæðgum og við hlökkum til að deila því með ykkur í lok þessarar stuttu tónlistarsmiðju sem verður mánudag til miðvikudags.

© 2016 - Karellen